fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Vorlykt í loftinu...

Já ég er bara að komast í vorstemmingu, svei mér þá. Yndislegt að mæta í vinnuna á morgnana og strax farið að birta... ahhhh með sól í hjarta og roða í kinnum :)
Mamma er að koma á eftir og þá er stefnan tekin á Kringluna. Er enn ekki komin með neitt á prjónana þannig að mamma verður sjálfsagt dregin að garnrekkanum í Hagkaup og reynt að finna eitthvað! =)
Líður mjög vel á Jennanum mínum, nafnið venst vel og hann virðist sáttur. Kvaddi Ölfuna mína í gær... nú býr hún á Sólheimum í Grímsnesi :) Á nú kannski eftir að kíkja á hana þarna við tækifæri.
Nú bíð ég spennt eftir að það komi einhver tölvutilboð fyrir fermingarnar. Er enn ekki búin að ákveða mig hvort það verður IBM eða DELL!! Þetta verður sjálfsagt álíka höfuðverkur og ákveða nafnið! :) Er samt farin að hallast í áttina að IBM en samt ekki... finnst DELL flottari... ohhh vesen!! Eru þið með lausn?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home