miðvikudagur, mars 03, 2004

Annað kvöld ætluðum við Júlía Rós og Kristjana að fara út að borða á Fridays... hmm, varð að slaufa því, því Örn frændi hringdi og bauð mér í mat. Og í hvað... jú uppáhaldsmatinn minn (sem hann bíður mér alltaf í þegar hann er með það) SLÁTUR!! :) Æðislegt!! Þannig að við stöllur ætlum bara að skella okkur í næstu viku!
Bíð spennt eftir nýja Bachelor þættinum á morgun... æji mér finnst hann Bob svo mikil dúlla =) vona bara að hann hitti á einhverja ljúfa stelpu!! En jæja nú fer E.R. að byrja... bæ í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home