föstudagur, mars 19, 2004

Detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði... Júlía Rós og Hermann eru farin að blogga!! =) Er búin að adda þeim hérna á síðuna.
Jæja nú fer ég að sækja tölvuna mína á eftir... endaði á því að fara með hana á verkstæði Símans!! Hún svo sem virkar alveg greyið, en þetta þráðlausa dót þarna er eitthvað flókið þannig að þeir setja það upp fyrir mig!! :) Bíð spennt eftir því að koma heim og ath hvort þetta virki allt saman!! Ooo, ætli það verði ekki pottþétt eitthvað vesen á þessu hjá mér... finnst það allavegna mjög líklegt (annað kæmi mér á óvart)!!!
Er komin með nýja mail addressu heima, mín gamla manda@islandia.is virkar ekki lengur, nýja er komin þarna á síðuna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home