laugardagur, mars 27, 2004

Eftir nákvæmlega viku verð ég komin heim í heiðardalinn!! Hlakka mikið til. Páskaballið verður laugardaginn 10. apríl með Í svörtum fötum!! JEI! :)
Í gær eftir vinnu, hringdi Guðrún í mig og bauð mér í mat og í nudd :) Fékk nudd í heilar tvær klukkustundir! Ætla ekki að lýsa vellíðan minni á eftir! Núna er hún að læra einhverskonar heil-nudd sem á að vera gott fyrir sogæðakerfið. Jiii þetta var algjör draumur, kom svo heim um miðnætti alveg dösuð og rotaðist um leið og ég lagði höfuðið á koddann!! Líður alveg einstaklega vel í dag :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home