mánudagur, mars 15, 2004

Góð helgi að baki. Er orðin eins og gamla fólkið, vaknaði kl. hálf 10 á laugardagsmorgninum og kl. 9 á sunnudagsmorgninum! Aldeilis hissa :) Var ógeðslega dugleg, þreif íbúðina hátt og lágt, reif af rúminu og viðraði allt saman!! Enda var það hreinn unaður að leggjast í bælið í gærkvöldi :) Ahhhh.... Dustaði svo mesta rykið af Rakel minni, hann er nú ekkert alveg að gúddera það neitt að láta spúla yfir sig vatni... en svona er lífið!! =)
Rakel vinkona og fjölskylda voru í borginni yfir helgina. Eyddi laugardagskvöldinu í að kjá framan í litlu dúlluna hana Írisi. Hún er orðin öll svo mannaleg, hafði ekki séð hana síðan um jlin. Algjör snúður... hún er líka svo góð!
Jæja það er Fridays á eftir... namminamminamm :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home