sunnudagur, mars 07, 2004

Helgi svefnsins...

..og það í bókstaflegri merkingu! Er búin að sofa út í það óendanlega, efa að ég sofni nokkuð fyrr en í fyrramálið! Svei mér þá...
Ég horfði á Svínasúpuna á föstdagskvöldið, guð minn góður þessum drengjum er ekki viðbjargandi!! Ég gjörsamlega bilaðist úr hlátri þegar "viss" atriði úr Öskjuhlíðinni voru sýnd... þeir eru ekki eðlilegir!! Hysterical
Afrekið þessa helgina var smá tölt sem við Heiða tókum okkur í gær, svona aðeins að draga að sér fríska loftið.
Er búin að fá prjónablaðið Tinnu - Ýr í hendurnar... var hundsvekkt yfir því, því þar er akkúrat ekki neitt sem mig langar að prjóna!! Engar ungbarnauppskriftir!! Isspiss!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home