mánudagur, mars 22, 2004

Nú er fuglinn búinn að uppgötva fartölvuna... hann kemur alveg á fartinu og sest á öxlina á mér, rennir sér svo fimlega niður handlegginn og stekkur á lyklaborðið! Gasalegt stuð... svo stendur hann þarna og plokkar í takkana og skjáinn, agalega ánægður með sjálfan sig! :)

Mér finnst Álftagerðisbræðurnir alveg æðislegir... þá sérstaklega hann Óskar. (Fékk diskinn í jólagjöf - yndislegur.) Var að horfa á Sjálfstætt fólk með þeim um daginn, og hrökk ég aftur um sennilega ein 20 ár þegar sýnt var frá einum bróðurnum vera að gefa rollunum sínum. Fór að hugsa þegar ég var krakki alltaf að dúllast eitthvað með afa í fjárhúsinu. Ég elskaði að sniglast í kringum hann þarna uppfrá :) Yfirleitt fékk ég að gefa rollunum brauð og á eftir kom afi svo með heyið og gaf í garðana og ég hjálpaði til. Man alltaf þegar við vorum svo að fara eftir að hafa verið að gefa þeim fyrir nóttina, (yfirleitt um 5 eða 6 leytið) þá stökk ég úr garðanum og tróð mér á milli þeirra, labbaði svo út að hurð til afa og á leiðinni kyssti ég allar kindurnar á bakið, kvaddi þær allar með nöfnum og bauð þeim góða nótt!! Svo leiddumst við afi heim á leið... hann var alltaf með svo heitar hendur :) og er það reyndar enn??! Skrýtið þegar eitthvað svona móment hefur þessi áhrif, er búin að vera að rifja ýmislegt upp frá rollutímabilinu... jjiii hvað þetta var allt saman skemmtilegt. Sorglegt að hugsa til þess að sum malbiksbörnin sjá aldrei kindur nema í Húsdýragarðinum og hafa kannski aldrei séð rollu bera!! Almáttugur eini... jii eða þá þeir sem hafa ekki keyrt hringinn í kringum landi?!! Hvað er málið með það?!?

"Anna Katrín leysir Kalla Bjarna af hólmi ? Sugababes-tónleikum!!" Bíddu, bíddu... hvað er máli??! Guði sé lof að ég er ekki að fara á þessa tónleika!! Guð minn...
En jæja... það er víst ekki hollt að æsa sig svona rétt fyrir svefninn, hætt í bili :) Góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home