miðvikudagur, mars 31, 2004

Nú styttist óðum í að ég fari austur, ohh hlakka mikið til! Að vísu breyttust áform mín um að "vinna ekki neitt", vinn reyndar bara fyrir hádegi á mánudeginum, svo það er nú allt í lagi. Þar sem amma og afi eru nú búin að selja Þiljuvelli 3, hlakka ég til að sjá íbúðina þeirra í Breiðablikinu, þó þau séu nú ekki flutt. Get líka kvatt Þiljuvellina... er nú samt ekki alveg að kingja því að þau séu búin að selja þetta blessaða hús Þetta er auðvitað mitt hús líka, meina þarna ólst ég nú upp ásamt í Gauksmýrinni!! Kannski mun ég bara einhvern tímann eignast þetta hús sjálf!! Hver veit?! Og þá ætti ég tvö sumarhús þarna... aldeilis gott!! ;)
Við Sigurlaug ætlum að rifja upp góða verslunartúra á morgun og skella okkur í Kringluna. Aldrei að vita nema við endum ferðina á Stælnum (eða tel miklar líkur á því).
Annars er ég alveg einstaklega spennt fyrir sumarfríinu með familyunni!! Get ekki beðið þangað til í miðjan ágúst! Ligg núna á netinu og skoða myndir af Porto Vecchio á Korsiku. Þetta verður algjör draumur... Er búin að sjá myndir af húsinu sem við verðum í, voða fínt og flott og næst ströndinni! :) Nú þarf ég bara að fá mér bók um Korsiku, svona eins og Eysteinn gaf mér um Sardiniu þegar ég fór þangað! Alveg brilljant ferðabók, segir til um allt merkilegt sem viðkemur hverju landi. Þetta var Biblían í augum okkar Líönu Möndu og hún var tekin með í allar ferðir!! Algjört möst!!
En jæja, ætla að fara að halla mér... góða nótt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home