

Við Sigurlaug ætlum að rifja upp góða verslunartúra á morgun og skella okkur í Kringluna. Aldrei að vita nema við endum ferðina á Stælnum

Annars er ég alveg einstaklega spennt fyrir sumarfríinu með familyunni!! Get ekki beðið þangað til í miðjan ágúst! Ligg núna á netinu og skoða myndir af Porto Vecchio á Korsiku. Þetta verður algjör draumur... Er búin að sjá myndir af húsinu sem við verðum í, voða fínt og flott og næst ströndinni! :) Nú þarf ég bara að fá mér bók um Korsiku, svona eins og Eysteinn gaf mér um Sardiniu þegar ég fór þangað! Alveg brilljant ferðabók, segir til um allt merkilegt sem viðkemur hverju landi. Þetta var Biblían í augum okkar Líönu Möndu og hún var tekin með í allar ferðir!! Algjört möst!!
En jæja, ætla að fara að halla mér... góða nótt!!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home