miðvikudagur, mars 10, 2004

Tölvukaupsvesen!

Eins og þið vitið þá er ég búin að velta tölvukaupum ansi mikið fyrir mér. Er komin að niðurstöðu... ætla að kaupa DELL fartölvu! Var ógurlega ánægð með þessa ákvörðun mína.... þangað til ég hringdi í hana Þóreyju Pétursdóttur!! Nú er hún búin að rugla öllum ákvörðunum hjá mér og snúa öllu við í mínu heilabúi. Segir að ég eigi bara að kaupa venjulega tölvu, ekki fartölvu. Nú veit ég akkúrat ekkert hvað ég á að gera í þessu!! Verð allavegna að bruna þarna til hennar og skoða þetta mál nánar!! Ands... vesen...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home