þriðjudagur, mars 16, 2004

Átum þokkalega á okkur gat í gær á Fridays... fengum okkur allar forrétt :) meira að segja þær systur! Brá samt heldur betur þegar ég sá að það er kominn nýr matseðill!! Þar sem ég þoli nú ekki svona breytingar fór þetta alveg með mig, þeir búnir að taka minn uppáhaldsrétt af matseðlinum!! Ekki ánægð með það! Spurði þjóninn hvað væri eiginlega í gangi og leit svo bænaraugum á hann og spurði hvort ég gæti virkilega ekki fengið réttinn minn?! Hann lét undan og ég át minn rétt af bestu lyst!! :) Júlía Rós fór á kostum þarna við borðið... sagði okkur sniðugar fréttir ásamt því að toppa kvöldið með Anonymous... bara fyndið!! :)
Næsta mál á dagskrá hjá mér er net-dótið. Tókst meira að segja að blikka einn til að aðstoða mig við þetta, Hermann... "blikk-blikk" :) Svo er ég komin með allskonar skemmtilegt dót í tölvuna sem ég er nú samt kannski ekkert alveg að kunna á, hmmhmm... en það hlýtur að koma, trúi ekki öðru =)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home