Enn og aftur ætla ég að taka upp umræðuefnið sem snýst um nafnið mitt!! Veit, ég er einu sinni áður búin að ausa úr skálum reiði minnar hér, en þessa dagana er ég alltaf að lenda í einhverju djöfs... veseni út af mínu blessaða nafni! Ég er nú samt stolt af því en það getur samt verið pirrandi við vissar kringumstæður að heita ekki einhverju auðveldu, venjulegu íslensku nafni!! Sérstaklega í vinnunni. Þegar ég svara í símann segi ég "Úrsúla Manda". Yfirleitt kemur þögn... svo svona vandræðarlegt "uuuu jaaá góðan daginn" svona eins og ég sé kannski bara að grínast. Stundum kemur "Ha... hvað sagðiru?!" Ein sem er búin að hringja soldið oft til mín sagði á dögunum "Heyrðu fyrirgefðu, en hvað segistu heita?!" Jahérna hér... Og í alvöru, þá legg ég mig í líma við að svara skýrt í símann, og ber fram nafnið mitt ekki eins og ég geri dags daglega, heldur alveg með öllum hljóðum og meira að segja soldið hægt "Úrrrsúúúla Maandda" og reyna að stoppa aðeins á milli nafnanna! Besta afbökunin á nafninu kom hins vegar einu sinni á pizzu sem ég pantaði mér... Rúztala Vanda!! Já takk fyrir!! :) Stóra spurningin er hinsvegar hvort ég ætti að taka upp bara annað nafnið. Og þá yrði það Manda!! Finnst það vera fallegra en Úrsúla. (Þakka þó foreldrum mínum fyrir það að skýra mig ekki bara Úrsúla). Finnst það samt soldið asnalegt! Reyndar kalla sumir mig í vinnunni Möndu. Sniðugt því yfirleitt hefur fyrra nafnið alltaf verið notað, já og svo auðvitað Súlan! En jæja já... gæti þusað endalaust yfir nafninu en læt þetta duga í bili. Á örugglega eftir að skella svona nafnaromsu úr mér annað slagið!! :) Jú eitt enn, hef alltaf sagt að ef ég eignast einhvern tímann stúlku þá myndi ég skíra hana Líönu Möndu. Sennilega þarf ég að endurskoða þetta eitthvað ef ég vil ekki að barnið lendi í saman stappi og ég. Fæ nefnilega alltaf skrýtið look þegar ég tala um Líönu frænku við einhvern sem ekki hefur heyrt nafnið áður. En nú er ég stopp í bili...
Góða nótt kæru vinir, Úrsúla Manda
Góða nótt kæru vinir, Úrsúla Manda

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home