
Ég er búin að vera alveg hryllilega löt þessa dagana. Er sífellt geispandi og er bara ekki að nenna þessu! Kom heim úr vinnunni í gær og lagði mig í klukkutíma, kom heim í dag og lagði mig í tvo tíma. Og ég get alveg sagt ykkur það að ég mun ekki eiga í nokkrum vandræðum með að sofna í kvöld! Finnst guðdómleg tilhugsun að það er að koma helgi. Bara einn dagur eftir og svo get ég sofið út! Verð nú vonandi hressari eftir helgina!!
Núna á laugardaginn er ég að fara í bústað á Flúðum. Hún
Heiða mín varð nefnilega 25 ára 7. apríl og bíður til veislu!! Það verður sjálfsagt mikið stuð, held við verðum sex sem gistum og Moni mun standa við grillið, það gerist bara ekki betra!!
Jæja ætla að gera mig tilbúna fyrir Bachelor... poppa o.sv.fr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home