fimmtudagur, apríl 22, 2004

GLEÐILEGT SUMAR!!

Sumarið komið og ég er alveg í sólskinsskapi í þessu líka blíðviðri. Yndislegt!! Frábært að eiga frí... finnst að það ætti bara að vera svona alltaf, annaðhvort frí á miðvikudögum eða fimmtudögum. Það væri bara brilljant!! :)
Sigurlaug hringdi í gær eftir vinnu og við brunuðum í Ikea að versla. Var að breyta í svefnherberginu og bætti aðeins við í stofuna. Við burðuðumst upp með allt heila klabbið og skelltum okkur svo á Stælinn. Urðum auðvitað að verðlauna okkur því við vorum svo duglegar :) Fór svo í 25 ára afmæli til Helenu í gærkvöldi, mikið stuð. Fór reyndar ekki á djammið... er enn að jafna mig eftir sumarbústaðaferðina... hmmm!!
Ég er svo búin að eyða deginum í dag að setja dótið sem ég verslaði saman, svakalega gaman!! Voða fínt allt saman :)
Moni minn átti afmæli í gær :) og Helena á afmæli í dag :) til lukku - til lukku!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home