þriðjudagur, apríl 13, 2004

I´m back!!

Þá er ég komin úr sælunni. Þetta voru frábærir Páskar í alla staði, hafði það svaðalega gott hjá m&p. Gerði allt og ekki neitt! Fór í tvær fermingarveislur á Pálmasunnudag, hitti Rakel og co, og knúsaði Írisi litlu :) Við fjölskyldan brunuðum nú reyndar uppí Kárahnjúka einn daginn. Svo sem ekki mikið að sjá þar, maður kemst ekkert almennilega að þessu. En við fórum þarna upp að útsýnispallinum og horfðum yfir svæðið. Það er þá allavegna hægt að segja að maður hafi komið þangað, fer svo bara aftur þegar allt er búið :) Svo var auðvitað Páskaballið með Í svörtum fötum... það var auðvitað bara geðveikt!! Ekki við öðru að búast, Jónsi toppaði þetta svo alveg með því að rífa sig úr að ofan!! Guð minn eini, vissi hreinlega ekki hvert við Guðlaug ætluðum En allavegna var þetta alveg frábært allt saman!
Var nú ekki alveg að höndla það að vakna í morgun og takast á við hið daglega amstur. Það tókst nú samt ágætlega eftir að mér tókst að drattast á lappir. Þreif svo Jenna minn í dag og gekk frá öllu að austan. Var að rótast í eldhúsinu hjá ömmu og afa og fékk nú ýmislegt þaðan :)
Næst á dagskránni hjá mér er að breyta aðeins til í svefnherberginu. Á bara eftir að ganga frá tölvuborðinu niður í geymslu og þá er ég ready. Er búin að fá Sigurlaugu með mér í Ikea á næstu dögum og þá er maður fær í flestan sjó!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home