föstudagur, apríl 02, 2004

Það var aldeilis góð Kringluferðin hjá okkur Sigurlaugu í gær. Verslaði mér alveg heilan helling af allskonar dóti, svaka stuð. Við enduðum reyndar ekki á Stælnum heldur fórum við á Fridays, ummm það er svo gott!! En ég lét nú loksins verða af því að kaupa mér dvd spilara!! Spurði drenginn á kassanum hvort það yrði nokkuð vesen með að setja þetta í gang og hvort ég þyrfti að kaupa eitthvað auka með, neinei hann hélt nú ekki!! Það fylgdi sko allt með og meira að segja skart-tengi!! Jæja ég kom heim, stillti græjunni upp og hvað... jújú ekkert skart-tengi!! Það gjörsamlega sauð á mér!! Ég þoli ekki svona þjónustu! Drengurinn hefur greinilega ekki haft hugmynd um hvað hann var að tala!! Arghhh...
Já ég keypti minn fyrsta dvd disk í gær... keypti hann meira að segja áður en ég var búin að kaupa spilarann. Og getur einhver ímyndað sér hvaða disk ég keypti?!? Júbb... auðvitað var það Sálin og Sinfó!! href='http://www.smileycentral.com/?partner=ZSzeb008' target='_blank'> Var að springa úr spennu að horfa á hann í nýju græjunni, en þar sem það gekk ekki fór hann bara beint í tölvuna og hefur verið þar síðan :) þvílíkt æði! Verst að mig langar svo hryllilega á ball með þeim!! Ohhhh... en jæja...
Það var "gulur" dagur í vinnunni í dag, allir áttu sem sagt að mæta í einhverju gulu. Keypti mér gulan bol í verslunarferðinni í gær (reyndar tvenna), eyrnalokka og armband í stíl :) ég var því mjög Páskaleg í dag, voða gaman og ekki var verra að við fengum öll páskaegg
Það er home-sweet-home á morgun. Ég búin að pakka og er bara ready! Mamma og amma ætla að bruna í Héraðið eftir mér þannig að um 2 leytið á morgun verð ég komin í faðm familyunnar :) Ætla að taka tölvuna með og athuga hvort ég geti ekki tengst þarna í Gauksmýrinni... þangað til næst

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home