
Við skulum bara hafa það á hreinu að ég skemmti mér all svaðalega vel í bústaðnum um helgina!! :) Vægt til orða tekið sko!! Ég bíð spennt eftir að sjá upptökuna af kvöldinu, en Moni var með vélina á lofti. Þetta var þvílíka stuðið, æðislegur matur, Bjarni Jóhann mætti með hljómborð og Bjarni Freyr með gítarinn (að sjálfsögðu), svo var farið í pottinn og spilað og sungið (og drukkið) fram eftir öllu. Frábært kvöld!
Annars var ég að vesenast eitthvað á netinu og ákvað að ath með
Freiburg, sem ég fann :) yndislegur staður!! Í kjölfarið fann ég líka
Opfingen og fullt af
myndum þaðan, samt eru þetta það gamlar myndir að
Líana og þau eru ekki búin að byggja. Svo er hún þarna fyrst á
skrá :) og auðvitað apótekið MITT, Sonnenberg Apotheke :) Þetta er æði! Og nú get ég ekki beðið eftir að fara út!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home