fimmtudagur, maí 06, 2004

Fékk boð á aðalfund lyfjatæknafélagsins. Held að þær hafi ekki getað valið verri dag! Á sjálfan Eurovisiondaginn!! Meina HVAÐ ER AÐ?!?! Og þetta er fundarseta frá kl 13-17! Ekki að ræða það að ég mæti! Alveg fáránlegur tími!!!
Jæja það er vika í Guðlaugu. Hún ætlar að vera hjá mér yfir Eurovision helgina :) Íhaaa = Djamm!! Á föstudagskvöldinu er karokee kvöld í vinnunni, aldrei að vita nema maður stigi á stokk og rifji upp gamla slagara "In the jungle the mighty jungle, the lion sleeps to night" Spurning hvort Guðrún Sigríður sjái sér fært um að mæta og taka lagið með mér!! :) En svo er það laugard. það verður auðvitað standandi party hjá Heiðu og Mona eins og fyrir ári síðan! Djö... er ég orðin spennt fyrir þessu, hlakka ofur til!! Verst samt hvað við erum aftarlega í röðinni, það er hætta á að maður verði kominn á eitthvað visst stig í drykkjunni að maður nái ekki að fylgjast almennilega með!! En iss, ég tek þetta bara upp til vonar og vara! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home