þriðjudagur, maí 18, 2004

Jæja þá byrja ég að blogga eftir viku pásu! Hef ekki haft tíma né nennu til að skrifa.
En já margt búið að gerast, ég er orðin hress, Guðlaug er komin og farin og Jónsi lenti í 19. sæti!!
Það var voða gaman að hafa Guðlaugu. Ég tók mér frí á föstudeginum og við þræddum búðirnar, mikið stuð. Svo var auðvitað Eurovision-partýið hjá Heiðu og Mona sem heppnaðist jafn vel og fyrir ári síðan. Mikið drukkið, mikið sungið og mikið dansað :) Mér fannst Jónsi standa sig alveg eins og hetja, tókst alveg frábærlega hjá honum. Hann líktist einna helst engli þarna standandi einn á sviðinu hvítklæddur! Er því ekki sátt við 19. sætið!! En jæja... Við stormuðum svo á Nösu, þar var auðvitað þvílíkt stuð og þvílík mannmergð! Páll Óskar fór á kostum, hélt ég myndi tapa mér þegar allt liðið kom svo fram og söng gömlu Eurovision lögin. Almáttugur eini... og hvað þá þegar Stebbi og Eyvi tóku NÍNU!! Jesús minn... það var bara flott!! :)
Núna er ég að fara til Júlíu, við stelpurnar að heiman erum að fara að hittast! Hlakka til, langt síðan síðast! Ohhh, svo þarf bara að vakna í fyrramálið og svo frí daginn eftir... sofa út!! ÆÐI =)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home