fimmtudagur, júní 10, 2004

Blíða!!

Guð það er yndislegt veður og ég er ekki að nenna að vera í vinnunni núna!! Það væri draumur að geta verið að spóka sig einhversstaðar í góða veðrinu og fá sér kannski eins og einn ískaldann bjór... ohhh!! :) En ég get þó huggað mig við það að ég á ískalda litla kók í gleri frammi í ísskáp!! (Eins og það komi eitthvað í staðinn fyrir bjórinn!!) en það er þó betra en ekki neitt!
Nú er bara 9 og 1/2 vika í að við förum út!! JEI, hlakka alveg rosalega til :) Er eitthvað að vesenast í að skoða flug á netinu, en mér finnst þetta eitthvað voðalegt vesen... maður þarf að velja sæti og ég veit ekkert hvar best er að sitja?! Skiptir kannski ekki neinu máli... það er nú ekki eins og við séum að fara í sólarhringsflugferð, þetta eru bara 3 og 1/2 tími! Annars finnst mér ekki gaman í flugvélum, líður illa í þeim! Þannig að ef ég gæti keyrt til Þýskalands á tveimur sólarhringum þá myndi ég frekar gera það en að sitja í flugvél í 3 og 1/2 tíma!
Hitti Sigurlaugu svona suprise í gærkvöldi :) var út á svölum að hengja út þvott og sá þá einhverja á bílaþvottaplaninu sem var ískyggilega lík dömunni. Ég dreif mig auðvitað út og við stóðum á bílaplaninu og spjölluðum í dágóða stund, eða þangað til að við föttuðum að fara inn í bílinn og halda sprokinu áfram þar!! :)
En jæja... ætla að fara að drekka kókina mína. Hafið það gott í þessu dásamlega veðri!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home