sunnudagur, júní 27, 2004

Bloggleti

Já er búin að vera eitthvað voða löt við skriftir þessa dagana! En nú skal ég reyna að taka mig á!
Við Sigurlaug skelltum okkur í bæjarferð laugardaginn fyrir viku síðan. Fórum í bæði Kringluna og Smáralind, en þetta var í fyrsta skipti sem við förum í verslunarferð og eyddum nánast engu! Ég sver það, við gerðum heiðarlega tilraun til þess að versla en fundum akkúrat ekki neitt!! Ótrúlegt. Við ætlum hinsvegar að gera aðra tilraun á fimmtudaginn, og ætlum þá að fara í Kringluna
Við Heiða fórum á Kaffi Nauthól á fimmtudaginn og hittum Sunnu og Helenu. Sunna algjör snúlla, komin með þessa fínu bumbu en hún á að eiga í nóvember, voða gaman :) Og talandi um óléttu... það eru gjörsamlega allir í kringum mig að eignast börn!! En það er nú bara gaman. Sérstaklega ef það eru einhverjar sem maður þekkir vel!! Og svo segjum við ekki meira í bili
Við Heiða tókum síðbúið afmælisdjamm á föstudaginn. Jújú, við skelltum okkur á ball með Í svörtum fötum!! Suprise - suprise :) Það var auðvitað ógeðslega gaman, dönsuðum af okkur lappirnar og biluðumst svo algjörlega þegar Jónsi tók Heaven!! Híhí...
Á föstudaginn er það svo FAME hjá okkur stöllum!! JEIII erum frekar spenntar!!
Ég er búin að vera svaka dugleg í dag, reif af rúmin og viðraði og setti nýju silki rúmfötin á (það mun því verða unaðsleg stund þegar ég skríð í bælið í kvöld), búin að þvo 4 þvottavélar og baðaði Rakel mína (sem var nú ekkert allt of ánægð með mömmu sína :) en mér hefur nú tekist að sleikja úr henni mestu fíluna með því að vera einkar góð við hana!!)
Bið að heilsa í bili... lofa að vera duglegri að skrifa!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home