miðvikudagur, júní 30, 2004

Bónus!!!
Já ég dreif mig sko í búlluna! Þvílíkt og annað eins! Ég var komin þarna 20 mín. yfir 4, og ég flýtti mér svo mikið að ég gleymdi aðalatriðinu sem var ostur!! Kaupi hann því bara á morgun, og það sko í Hagkaup!! :) (Ásamt öllu því sem ekki var til á hinum staðnum!!) Á undan mér þarna inn voru 3 drengir sem voru eitthvað að vesenast hvað gos þeir ættu að kaupa og gengu þarna fram og tilbaka þannig að ég komst ekki framhjá þeim. Nema hvað, það var svo vond lykt af þeim að ég var gjörsamlega að kafna! Guð almáttugur... þeir voru örugglega ekki búnir að fara í sturtu í einhvern tíma, hárið á þeim var alveg svona fituklesst og það var svona unglinga húðfitusóða-fíla af þeim!! Jakk... þvílík stybba! Ég stakk mér á milli fyrstu rekkana þarna eins fljótt og ég gat. Svo parkeraði ég kerrunni þar og hljóp eins og stormsveipur um búðina!! Myndi ég nenna í Bónus einu sinni í viku?!? NEI!! En ég á sko alveg skilið klapp á öxlina fyrir þetta afrek!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home