þriðjudagur, júní 29, 2004

Guð góður hvað ég átti erfitt með að vakna í morgun. Held reyndar að því sé um að kenna, að maður er ekki lengur einn í rúminu! :) Eftir hádegi var ég gjörsamlega að sofna en það átti líka við um flest alla í fyrirtækinu... held að þetta sé veðrið. Búið að vera eitthvað svo skrýtið í dag. Eiginlega er það rétt orðað hjá Sigurlaugu, það er "Ekkert veður"!!
Annars má segja að það sé kominn júlí og ég er alltaf að bíða eftir sumrinu! Get svarið það... finnst ekkert sumar vera. Jú okey fengum þarna nokkra góða daga í síðustu viku, en ég meina comm on! Hvar er sumarið!?! Reyndar finnst mér vera frekar skrýtið veðurlagið hér fyrir sunnan, hef t.d. ekki upplifað neinn almennilegan vetur síðan ég flutti suður (haustið 2000), og hvað þá að ég upplifi almennilegt sumar. Má frekar segja að hér sé alltaf bara vor og haust. Heima hinsvegar :) sér maður almennilegan mun á árstíðum!! Og svoleiðis á þetta að vera! Almennilegan vetur (góðir skaflar og læti) og almennilegt sumar (svona annaðslagið allavegna). En svo hefur veðráttan auðvitað bara breyst á Íslandi, ég meina þegar ég hélt upp á afmælið mitt þegar ég var krakki (nota bene 14. júní ef einhver skyldi ekki vita það :)) þá var alltaf gott veður og hægt að halda afmælið úti og svoleiðis, en í dag veit maður aldrei hverju maður á von á! Ég meina þegar ég varð tvítug, snjóaði!! Þetta er ekki eðlilegt. En svona er víst Ísland í dag!! Svei mér þá ef ég er ekki farin að hljóma eins og gamla fólkið Sigurlaug mun hafa gaman af þessu veður-tuði mínu, híhí!
Já ég kom semsagt heim í dag um hálf sex og tók mér stöðu hér spennt fyrir framan tv til að horfa á Nágranna... en neinei ég auðvitað steinsofnaði og svaf til 8 takk fyrir!! Varð alveg hryllilega spæld yfir að hafa sofið Grannanna af mér, en ég horfi bara á morgun og svo auðvitað á alla súpuna á sunnudeginum =)
Er alvarlega að velta því fyrir mér að skella mér í Bónus á morgun eftir vinnu. Á svo sjálfsagt eftir að renna á rassgatið með það þegar á hólminn er komið. Ferlega skrýtið að ég fæ svona hálfgerðan spennuhnút í magann við það eitt að hugsa um að fara í Bónus! Ég meina það, og ég er alveg búin að þaulhugsa það hvernig ég mun haga mér og minni innkaupakerru þegar ég er komin þarna inn!! Er þetta ekki einhverskonar bilun?! Flokka þetta sem einhverskonar "Fælni"... svona "Bónusfælni"!! En þetta er bara eitt það versta sem ég veit um að gera! Held mér líði álíka og fólki sem er hrætt við að fara til tannlæknis! Vildi að matvöruverslanir væru opnar á næturnar líka. Þannig var það í henni Ameriku! Og það var bara æði :) Elskaði það að fara kannski í Walmart eða Albertson´s um 1 að nóttu til. Þá voru bara örfáir að versla og bara starfsfólk að fylla á hillurnar! Toppurinn!!
Jæja, er ekki frá því að ég fari bara að skríða í rúmið (er nú búin að vaka í ca. 2 klukkutíma...) og lesa Potterinn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home