föstudagur, júlí 09, 2004

Þá er Sigurlaug farin að jagast í mér fyrir skrifleti... best að taka sig á! Ég er bara búin að vera á fullu í eldamennskunni síðan síðast... hmmm eða ekki!! Gerði reyndar kjúklingaréttinn, svaka góður, og svo komu Heiða og Moni í Taco í gærkvöldi. Get nú ekki státað mér af meiri eldamennsku þessa vikuna!!
Jæja á morgun er förinni heitið upp í bústað við Þingvallavatn. Ohh hlakka til, grilla og borða góðan mat, liggja og lesa og hafa það ógeðslega gott!! Vonandi verður líka gott veður.
Svei mér þá, er alveg tóm núna, hef eitthvað voðalega lítið að segja... hlakka alveg óskaplega til að komast í frí. Vorkenni sjálfri mér svo mikið því ég tek sumarfríið svo seint!! En allt líður þetta nú!
Heyrumst eftir helgi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home