sunnudagur, júlí 04, 2004

FAME

Já við Heiða fórum á Fame á föstudagskvöldið. Jiii það var æði!! Mæli eindregið með þessari sýningu. Við erum ekki alveg að skilja þessa lélegu dóma sem sýningin fékk, því þetta er alveg frábært :) við vorum ekki einu sinni komnar út úr salnum þegar við fórum að ræða að skella okkur aftur! Sveppi fer gjörsamlega á kostum, drengurinn er náttúrulega ekkert eðlilega fyndinn. Svo var auðvitað hann Jónsi... æðislegur, enda svo sem ekki við öðru að búast frá honum!
Í gærkvöldi fór ég svo í partý á Nösu og í framhaldi af því var ball með Í svörtum fötum! Suprise-suprise þá var ég á ballinu :) Þílíkt gott ball! Reyndar fílaði ég mig bara eins og ég væri heima í Egilsbúð, það var allt krökkt þarna af Norðfirðingum! Mjög gaman!
Annars er ég all svaðalega spennt að fara heim á Neistaflugið! Nákvæmlega 24 dagar í brottför :) Ætlum að leggja í hann miðvikudaginn 28. eftir vinnu, veit ekki hvort við tökum þetta í einni lotu eða stoppum og sofum einhversstaðar og kæmum þá heim á fimmtudeginum. Reyndar held ég að ég sé í algjörum minnihluta þarna... Moni kemur örugglega með okkur og mér heyrist á þeim að það eigi bara að bruna þetta í einni lotu, helst ekki einu sinni að stoppa til að pissa!! Ég er nú ekki alveg á því... þeir sem hafa ferðast með mér innanlands vita að ég þarf helst að stoppa á hverjum stað, fara í sjoppurnar og svona skoða aðeins :) Þetta hef ég víst frá henni móður minni! Það er alveg einstaklega skemmtilegt að ferðast með kellu. Þegar ég var krakki og familian fór í ferðalag (þó ekki nema væri bara rúntur upp í Egilsstaði eða í sumarbústaðinn) þá var byrjað að stoppa í sjoppunni á Eskifirði og jafnvel Reyðarfirði líka... bara svona til að kaupa pylsu, kók og sælgæti! :) Pabbi var nú ekkert allt of ánægður með þetta hjá okkur mæðgum. Skil ekki alveg þetta mál með karlmenn... það á bara að setjast upp í bílinn og ekki stoppa fyrr en komið er á áfangastað!! Þó sú ferð taki jafnvel 8 tíma!! Alveg merkilegt!! Held þetta hafi eitthvað með karlmennskuna og keppni við tímann að gera.
Jæja EM búið... Grikkland vann!! Er nú ekki alveg að ná því, var með það á hreinu að Portúgalir myndu taka þetta!?! Greyin, vorkenni þeim nú soldið, það hefði verið svo gaman fyrir þá að vinna þar sem þetta var nú haldið í þeirra landi.
Látum þetta gott heita í bili... er búin að strengja "vikuheit", það er að reyna að vera dugleg að elda á kvöldin, hmmm :) En svo geri ég bara eins og alkarnir og tek einn dag í einu. Er búin að ákveða að elda kjúklingarétt annaðkvöld, fékk svo girnilega uppskrift frá Hönnu Dísu í vinnunni. Svo ætla ég að hafa Taco á miðvikud. eða fimmtudag og bjóða þá Heiðu og Mona í mat. Sko, þarna eru því komnir tveir dagar í matseld!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home