fimmtudagur, júlí 22, 2004

  Cool Ojújú ég afrekaði það í gær að fara í Bónus!! Dugnaður er þetta í mér!! Tvisvar í þessum mánuði!! Já geri aðrir betur :) Hef eiginlega enga sögu handa ykkur úr þessari Bónus ferð minni,  allt gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig, engin spes vond lykt (meira að segja bara Angel ilmvatnslykt á tímabili, þannig að ég fór að svipast um í kringum mig og hélt kannski að Sillan væri mætt :)) og engar gífurlegar frekjur! Nokkuð gott bara!!

Skrýtið... þegar ég kem keyrandi heim úr vinnunni, sama hvort klukkan er rétt yfir 4 eða rétt yfir 5, þá sé ég yfirleitt konu á labbi með voffann sinn. Hún á svona yndislegan ljósan og stóran Golden Retriver, alveg eins og hún Tara mín var. Þau eru alltaf á vappinu hérna við ströndina úti á Nesi, og um daginn kom forsíðumynd af þeim í mogganum þar sem þau voru að labba í roki og rigningu. En málið er semsagt að mér finnst ég alveg þekkja þau!! Sé þau svo oft. Og það get ég sagt ykkur að ef ég myndi einhvern tímann mæta þeim fótgangandi þá væri ég alveg vís til að heilsa þeim og fara að spjalla :) ég meina það. Svona rétt eins og þegar ég brosti mínu blíðasta og stundi upp hæi, þegar ég "hitti" hann Kristján "minn" Arason á Nordica hóteli!! En ég ræði það nú ekki frekar hér!! Jesús minn, roðna nú bara við tilhugsunina! Blushy En svona er lífið...

Guð hvað ég get hlegið mig máttlausa yfir þessum blessuðum stelpum þarna sem eru í Nylon. Get svo svarið það... Það er bara fyndið að sjá þær í þáttunum! :) Æj greyin...

En jæja... eins og einn ágætur vinur minn segir - Gangið á Guðs vegum!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home