miðvikudagur, júlí 14, 2004

Jhaa detta mér nú allar... Frú Jóhanna er bara byrjuð að blogga!! Bara glæsilegt afrek hjá stúlkunni :) Til lukku! Hélt reyndar að ég myndi bilast úr hlátri þar sem hún rifjar upp svokallað "kitla bak"!! Þannig eyddum við dögunum hér í den! Reyndar minnir mig Jóhanna, að við höfðum stundum farið alveg upp í 10 mínútur! Yfirleitt var nú hlustað á eitthvað meðan á þessum athöfnum stóð, man eftir Kaffibrúsakörlunum sem Jóhanna átti á plötu (sko vinyl-plötu :)) og svo má auðvitað ekki gleyma Stígvélaði kettinum, sem við vorum með á kassettu sem ég á ennþá og kann ennþá utan af!!
"Nei hvað sé ég? Stígvélaði köttur með hatt og sverð. Jha ég segi það sama og maðurinn sagði, það er lán að beljurnar haf'ekki vængi. Og hvað vilt þú mér kattarskömm?? Já, ég er kominn til að gera við þig samning! Hahahahaha, samning við mig... samning við mig köttur? OG um hvað á sá samningur að vera? Jú hann á að vera á þessa leið. Kóngurinn..." Já þetta man maður
Svo vorum við duglegar að fara í úti-feluleik með ákveðinni manneskju. Þá létum við hana leita af okkur og á meðan skruppum við í kaffi til ömmu hennar!! Komum svo út eftir smá stund úttroðnar af kökum, og létum hana "finna" okkur. Muuhhaaaa... :) Ussuss maður á ekki að segja frá þessu
Er búin að skemmta mér vel yfir henni Önnu Kristínu frænku minni, sem er búin að vera að drepast úr forvitni í allan dag (ef ekki lengur)!? En b.t.w. takk fyrir rósina, mín kæra. Eða ætti ég kannski að þakka Bjarka?! =)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home