mánudagur, ágúst 09, 2004

Jæja...

Þá er ég komin aftur eftir ágætt frí frá netheiminum. Það var auðvitað æðislegt heima um verslunarmannahelgina, höfðum það óskaplega gott. Alltaf svo gott að koma heim... gæti alveg hugsað mér að flytja heim einn góðan veðurdag Cool svei mér þá! En já við keyrðum svo suður á miðvikudeginum og fékk mamma að fljóta með :) hún fór svo austur í gær. Yndislegt að hafa hana... Á föstudagskvöldinu var okkur var boðið í nudd og spa í Laugum, þvílíkur unaður Thumbs Up enda sváfum við eins og rotaðar alla nóttina og rumskuðum ekki fyrr en seint daginn eftir, sehr gut!

En það var eitt sem skyggði á dvöl mína fyrir austan, síðasta mánudag dó elsku hjartans litla fiðraða lufsan mín, hún Rakel. Voðalega leiðinlegt allt saman... en svona er það bara, slysin gera víst ekki boð á undan sér. Það er því frekar tómlegt hér í íbúðinni minni, ekkert flaut og blístur... bara þögn. Finnst þetta nú frekar óþæginlegt en ég hlýt að venjast þessu. Ég kom heim áðan, opnaði hurðina og kallaði Halló Rakel, svona eins og ég hef alltaf gert... en maðurinn er nú einu sinni ekkert nema vaninn. Erfitt líka að kom heim og sjá fjaðrirnar hans á gólfinu. Æji fuglinn tilheyrir bara þessarri íbúð, enda fékk ég hann mánuði eftir að ég flutti hingað inn. Get þó huggað mig við það að hann átti góða ævi blessaður... dekraði við hann og dúllaðist eins og hann væri barnið mitt! En það þýðir ekki hugsa meira um það, nú á ég bara góðar minningar um þessa elsku og mun aldrei gleyma honum.

En að öðru... nú er bara vika eftir í útlöndin!! Ótrúlegt að nú skuli tíminn vera kominn sem ég er búin að vera að bíða eftir síðan í janúar eða febrúar, og loksins fer ég í sumarfríið mitt!Sunshine Fljúgum út hálf átta á þriðjudagsmorgun! ÆÐI! Heyrði í Líönu í gærkvöldi og hún sat úti í 28 stiga hita, ahhh... og hitabylgja í Frakklandi, þannig að ég á eftir að plumma mig aldeilis fínt þarna úti í hitanum :) Eftir nákvæmlega 12 daga verð ég sem sagt komin í sjóinn á Corsiku! Ohh hugsið ykkur... hvítur sandurinn og himinblár sjórinn Sandy Beach bara góð tilhugsun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home