mánudagur, september 27, 2004

Eru þið búin að gera ykkur grein fyrir því að það eru aðeins 12 og hálf vika til jóla?!?! Jiii þetta bara er að bresta á. Það verður yndislegt! Jólin eru besti tíminn, alveg draumur. Guð og nú styttist óðum í að maður geti farið að setja upp seríurnar :) Íííí... ÆÐI!! Ætla auðvitað að vera fyrst hér í blokkinni, eins og hin 4 árin!! (Jahérna já... ég er búin að vera hér í 4 ár, vá hvað tíminn líður!) Og byrja snemma í jólakortunum og svona, ná upp rífandi stemningu í lok okt. byrjun nóv. með því að hlusta á jólalög :) ohh ég fæ alveg fiðring í magann við tilhugsunina!

Lennti á spjalli við hana Kristjönu vinkonu mína áðan, alltaf gott að spjalla við hana og rasa aðeins út =) Verð að fara að hitta þær systur svona við tækifæri! Ekki satt Atladætur?!? :) Já og svo eru Júlía og Hermann búin að skíra litla prinsinn, Björn Hermann, alnafni afa síns. Aldeilis fínt, til hamingju!

Jæja, það er austur á morgun eftir vinnu og svo er það SÁLIN eftir 5 og hálfa viku :) er svo hryllilega spennt að eins og mér líður í dag, þá veit ég hreinlega ekki hvort ég komist á ballið!! Aldrei að vita nema að maður skelli sér á eitt ball með ÍSF, svona til að hita sig aðeins upp :) Annars er nú nóg fyrir mig að setja bara Sálina á fóninn og þá kemst ég í gírinn Dancing
Ætla að fara að henda einhverju niður í tösku, reyna að taka lítið með mér í þetta skiptið, hmmm. Bið að heilsa ykkur í bili....



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home