föstudagur, september 10, 2004

Ég er komin heim =)

... og er komin í vinnuna, sem er bara fínt. Nú fer að komast rútína á lífið aftur (sem er nauðsynlegt fyrir manneskju eins og mig sem þrífst engann veginn ef ekki er einhver rútína :)). Er samt ekki alveg að höndla veðrið sem tók á móti mér! Jakk! Hef ekki séð rigningu í mánuð eða meira... en o jæja þetta er gott fyrir gróðurinn. Er samt ekkert alveg að kingja því að ég sé ekki lengur í 30 stiga hita :( Ferðalagið gekk vel, aðeins hálftíma seinkun á vélinni, en það er alltaf seinkun þegar maður flýgur frá Frankfurt!! Alltaf! Það bara bregst ekki. Vorum semsagt komin heim um 16 í gær.
Nóg að gera um helgina, mamma og pabbi eru í bænum og við erum að fara í 50. afmæli annað kvöld hjá systur pabba. Mikið stuð!
Hafið það gott um helgina...


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home