föstudagur, september 17, 2004

Talaði við Júlíu Rós í dag, vissi að ég hefði átt að sleppa því að segja henni frá missioni dagsins (sem var að blogga) því auðvitað þurfti hún að skjóta því á mig, og þá neyðist ég til þess að blogga!! Já bara skil ekki þessa skrif-leti í mér... hef sjálfsagt um eitthvað annað að hugsa núna :)

En nú er hún Rakel mín komin undir græna torfu. Var jörðuð í garðinum í Gauksmýrinni, fyrir utan gluggann minn. Mamma og pabbi tóku hana með austur þegar þau fóru síðasta sunnudag. Mamma bjó voða vel um hana, setti tvo uppáhaldshlutina hennar með henni og vafði henni svo inn í handklæðið sitt. Ég sá hana ekki dána, vil bara muna hana eins og hún var. Mamma sagði samt að hún væri voða falleg, með lokuð augun sín og eiginlega bara eins og hún svæfi. Litla skinnið... Ég sakna hennar ennþá, sérstaklega þegar Heimir er ekki heima og ég er ein í íbúðinni, og enn ætla ég alltaf að fara að heilsa henni þegar ég kem inn úr dyrunum. En þetta hlýtur allt að lagast. En ég er búin að ákveða það að fá mér ekki annann fugl, allavegna ekki í bili. Ætli það verði ekki bara hundur næst... þó það verði nú einhver bið í það.

Júlía Rós er sett á morgun, úúú voða spennandi :) spurning hvort hún þurfi að bíða hálfan mánuð framyfir eins og með Hólmfríði?! Ég bíð allavegna spennt eftir fréttum =)
En jæja, önnur helgi að ganga í garð. Skal reyna að vera duglegri í næstu viku...
Hafið það gott!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home