mánudagur, október 25, 2004

Bensínlaus...

Í gær segir Heimir við mig að það þurfi að taka bensín áður en ég fari í vinnuna. Ég spyr hvort þetta dugi nú ekki örugglega í vinnuna (var ekki að nenna að vakna fyrr til að koma við á bensínstöðinni) og jú hann sagðist nú alveg halda það, en ekki tilbaka, ég yrði að taka bensín eftir vinnu. Ekkert mál!! Jæja rétt yfir fjögur sest ég svo upp í minn eðalvagn og ek af stað. Kemst ekki nema nokkra metra, þá fer hann að hökta og drepur að lokum á sér! Guði sé lof var ég nú ekki komin langt á leið og var því bara stopp fyrir ofan AUB (hefði sennilega dáið hefði ég verið stopp úti á miðri götu!!) Jæja ég ekki ánægð hringi í Heimi (þetta var auðvitað honum að kenna :)) og bið hann vinsamlegast um að koma og redda málunum!! Hann mætir með bensín á brúsa og hellir á bílinn og segir mér svo að fara niður á bensínstöð (Orkuna Klettagörðum). Ég lít á hann og segi að það sé þá eins gott að hann komi með mér og geri þetta!! Þoli nefnilega ekki að fara á þessar sjálfsafgreiðslur, vil bara fara á Shell eða Olís og fá toppþjónustu :) Tek það nú samt fram að ég kann alveg að dæla á bíla... þurfti alltaf að gera það í Ameríku!!
Jæja en þegar ég kem þangað niðureftir stendur einn maður og er að dæla á vörubíl. Ég renni Jens upp að dælunni og bíð þangað til Heimir kemur, stekkur út og fer að dæla á bílinn. Ég sat því eins og drottning inni í bílnum á meðan :) Það besta við þetta allt saman var svipurinn á manninum sem var þarna, hann gapti bara á þetta allt saman og gekk að lokum fram fyrir bílinn til að sjá hver sæti þarna og fengi þessa líka þjónustuna!! :) Veit ekki hvað hann hefur haldið... bíll kemur brunandi til að taka bensín, annar bíll í humátt á eftir og sá aðili fer og dælir á hinn bílinn og svo aka þeir báðir í burtu!!! Þessir kvenmenn, hefur hann sjálfsagt hugsað :) Ohh jæja, I don't care :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home