föstudagur, október 22, 2004

Ííjjj ég er svo spennt fyrir kvöldinu :) Við Sillan ætlum loksins að hittast og skella okkur út að borða og í bío. Kominn tími til, orðið svaðalega langt síðan við hittumst síðast. Hlakka svo til að sjá bumbuna hennar =)
Pabbi stoppaði hjá mér í klukkutíma á miðvikudagskvöldið, var að koma frá Póllandi og flaug svo beint heim. Rétt eins og pabbi Sillunnar þá færði hann mér poka af Dumle karamellum :) spurning hvort þeir hafi verið saman í fríhöfninni?!?! Hann þekkir auðvitað dóttur sína og færði mér jólasokk fullan af Toblerone, voða fínt :) ásamt danskri röllepölser... mmmm!!
Annars fór ég í klössun í gær til Sigrúnar... gasalega fín :) hrökklast ekki lengur frá speglinum þegar ég lít í hann!!
En helgina að byrja... hafið það gott!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home