mánudagur, október 18, 2004

SNJÓR...

ég get svo svarið það!! Ætlaði bara ekki að trúa því þegar ég dró frá í morgun. En ég meina það er nú einu sinni kominn 18. október þannig að mér finnst þetta í rauninni allt í lagi (svona fyrir utan rokið, því þá er alltaf svo kuldalegt!) En ef eitthvað er þá kemst ég bara í jólaskap (eða meira jólaskap :)) ohh hlakka svo til. Var einmitt að hugsa í gærkvöldi að ég þyrfti að fara að kaupa jólakort og fara að skrifa.
Róleg helgi að baki, hafði það voða gott :) Þessi vika leggst bara nokkuð vel í mig, get ekki beðið eftir að komast í klippingu á fimmtudaginn, þarf þess orðið nauðsynlega!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home