þriðjudagur, nóvember 23, 2004

HEIMA

Það var sko rétt hjá þér Sigurlaug mín, það var engin vinna hjá mér í dag. Það var hringt í mig korter í átta til að láta mig vita að það þýddi ekkert að ætla að mæta í vinnuna út af Hringrásarbrunanum. Þetta er rosalegt... finn svo til með slökkviliðsmönnunum sem eru búnir að vera að vinna í alla nótt, greyin... eins og veðrið var líka leiðinlegt. En annars leið mér eiginlega svona eins og þegar ég var lítil og skólanum var aflýst vegna veðurs. Ég MÁTTI ekki mæta í vinnuna =) En ég er nú bara búin að hafa það voðalega gott. Skriðum aftur upp í rúm eftir að hafa náð 8 og hálf 9 fréttunum á Stöð 2, og sváfum til 11 (þá var sko notalegt að hafa kveikt á seríunni). Heimir fór svo í vinnuna eftir hádegi og ég fór yfir í Hagkaup að versla í kjúklinga-pasta réttinn. Pakkaði svo inn nokkrum jólagjöfum og skrifaði jólakort sem fara til Nesk á föstudaginn. Nágranni minn hér í blokkinni er að fara austur og maður sleppir nú ekki neinni ferð sem býðst :) Aldeilis gott að losna við eitthvað að bera þegar ég fer heim um jólin! Og nú er ég búin að koma mér vel fyrir uppi í sófa að horfa á Notting Hill, sem b.t.w. ég elska :)
Sem sagt búinn að vera afar ljúfur dagur!! :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home