Jæja nú gat ég ekki beðið lengur og skellti upp jólaseríu í gær :) Setti að vísu bara í svefnherbergisgluggann, ætla að láta það nægja í bili (en ætli það sé ekki líklegt að ég skreyti allt í vikunni :)) ohh það var bara ljúft að vakna í morgun og sjá ljóstýruna meðfram gardínunum. Verst að mig langaði ekkert á fætur!! Byrjaði á jólakortunum í gærkvöldi og kláraði þau kort sem ég átti að skrifa fyrir mömmu :) kalla það bara nokkuð gott! Er langt komin með jólagjafirnar, á eiginlega bara eftir að versla 3, æðislegt!
Muna að horfa á Jóa Fel í kvöld =) ÍSF eru gestir... takið líka eftir því hvað hann Jói er með eindæmum þrifalegur!!
Muna að horfa á Jóa Fel í kvöld =) ÍSF eru gestir... takið líka eftir því hvað hann Jói er með eindæmum þrifalegur!!


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home