þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Komst í netta jólastemningu á laugardeginum. Við Sigurlaug stormuðum í búðarleiðangur. Byrjuðum á að fara í Ikea þar sem jólin eru komin, tókum svo hring í Rúmfatalagernum á Smáratoginu og enduðum svo ferðin í Kringlunni! Svo var punkturinn yfir i-ið auðvitað Stællinn!! Lára Kristín trallaði þetta allt saman með okkur og var eins og engill allann tímann =)

Jói Fel í gær... já það er ekki upp á manninn logið að hann er alveg með eindæmum klár í eldhúsinu, og þrifalegur (ég tönglaðist stanslaust á því meðan við hjónaleysin horfðum á þáttinn í gærkvöldi). Og enn og aftur viðurkenni ég það alveg að mér þykir mjög gaman að horfa á þáttinn hans. Hann er jú svo klár. En Guð almáttugur... nú er hann ekki myndaður í sturtunni, með sápuna löðrandi um stæltann "kassann" neeiiii, nú er það þegar hann klæðir sig í buxurnar!! Ég get svo svarið það!! Hvað kemur þetta eldamennskunni við?!?! Nei ég bara spyr... Guð forði okkur frá kynningu fyrir næstu þáttaröð, hvað ætli það verði þá... held þeir eigi ekki eftir að sýna neitt nema litla vininn!!

Afrekuðum að fara í Bónus í gær :) mun betra þegar það eru tveir sem fara í þennan leiðangur en bara einn!! Gleymdi nú samt að segja ykkur frá því að við fórum 4 sinnum í síðasta mánuði! Já takk fyrir :) ekkert slor!!

THE BALL á laugardaginn... og ekki nóg með það þá eru þeir líka á föstudaginn :) svei mér þá... er ekki frá því að maður fari bara á þau bæði. Ekki séns að maður fá leið á þessum elskum!! Hugsa að ég eigi bara alveg eftir að tapa mér á dansgólfinu. Þess vegna er spurning hvort ég fari ekki bara edru á föstudagskvöldið svona til að taka mestu spennuna, og mæti svo bara lige glad á laugardags :) Líst vel á þetta plan! En þér Sædís?! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home