REYKINGAR
Ég veit að stundum get ég verið svolítið skrítin og sérvitur. Eins og það t.d. að geta ekki stillt vekjaraklukkuna á oddatölu eða hækkað í útvarpinu á oddatölu (verður að vera 2,4,6 o.sv.fr.) og svona ýmislegt. Sumt bara verður að vera svona og hinsegin... svoleiðis bara er það :) Sigurlaug veit hvað ég er að tala um, því við erum mjög svipaðar í þessum málum.
En ég held að ég hafi alfarið gengið fram af einni samstarfskonu minni í dag. Ég var að fara í sjoppuna og spyrði hvort hún vildi að ég keypti eitthvað fyrir sig. (Ekkert nema almennilegheitin). Jú hún taldi upp tvö atriði og svo sígarettupakka. Málið er að ég hata reykingar og myndi aldrei fyrir mitt litla líf kaupa sígarettur fyrir aðra!! Ég bara þoli þetta ekki. Held að ég sé fanatísk (veit það). Ég vissi ekki hvert hún ætlaði þegar ég sagði NEI! Hvort ég gæti virkilega ekki keypt pakka fyrir sig!! Ég hélt nú ekki, ég kæri mig bara ekkert um að fólk haldi að ég sé að reykja!! (Þó ég þekki afgreiðslufólkið ekki neittþ) Mér finnst þetta bara svo subbulegt og svona... ojjbarasta... viðbjóður!
Hver er eiginlega ástæðan fyrir því að fólk byrjar að reykja?! Það er eitthvað sem ég ekki skil. Ég gerði heiðarlega tilraun til að reykja þegar ég var 16 ára á fylliríi og meira að segja þá uppgötvaði ég þvílík vitleysa (heimska) þetta væri... Úff-úff er farin að svitna af æsingi hérna, þannig að ég ætla að hætta áður en ég segi of mikið :) en þetta er jú bara mín skoðun.
Mín blessaða samstarfskona var svo hneyksluð og gáttuð á mér, að ég fór að velta því fyrir mér hvort ég væri virkilega svona skrítin?! Mér fannst nefnilega ekkert óeðlilegt við það að segja NEI :)
Ég veit að stundum get ég verið svolítið skrítin og sérvitur. Eins og það t.d. að geta ekki stillt vekjaraklukkuna á oddatölu eða hækkað í útvarpinu á oddatölu (verður að vera 2,4,6 o.sv.fr.) og svona ýmislegt. Sumt bara verður að vera svona og hinsegin... svoleiðis bara er það :) Sigurlaug veit hvað ég er að tala um, því við erum mjög svipaðar í þessum málum.
En ég held að ég hafi alfarið gengið fram af einni samstarfskonu minni í dag. Ég var að fara í sjoppuna og spyrði hvort hún vildi að ég keypti eitthvað fyrir sig. (Ekkert nema almennilegheitin). Jú hún taldi upp tvö atriði og svo sígarettupakka. Málið er að ég hata reykingar og myndi aldrei fyrir mitt litla líf kaupa sígarettur fyrir aðra!! Ég bara þoli þetta ekki. Held að ég sé fanatísk (veit það). Ég vissi ekki hvert hún ætlaði þegar ég sagði NEI! Hvort ég gæti virkilega ekki keypt pakka fyrir sig!! Ég hélt nú ekki, ég kæri mig bara ekkert um að fólk haldi að ég sé að reykja!! (Þó ég þekki afgreiðslufólkið ekki neittþ) Mér finnst þetta bara svo subbulegt og svona... ojjbarasta... viðbjóður!
Hver er eiginlega ástæðan fyrir því að fólk byrjar að reykja?! Það er eitthvað sem ég ekki skil. Ég gerði heiðarlega tilraun til að reykja þegar ég var 16 ára á fylliríi og meira að segja þá uppgötvaði ég þvílík vitleysa (heimska) þetta væri... Úff-úff er farin að svitna af æsingi hérna, þannig að ég ætla að hætta áður en ég segi of mikið :) en þetta er jú bara mín skoðun.
Mín blessaða samstarfskona var svo hneyksluð og gáttuð á mér, að ég fór að velta því fyrir mér hvort ég væri virkilega svona skrítin?! Mér fannst nefnilega ekkert óeðlilegt við það að segja NEI :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home