miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Í skólafíling...

í dag. Sit hér að borða kringlu og kókómjólk, og til að toppa þetta alveg þá er ég með Angel!! Eina sem vantar er að Sigurlaug sitji við hliðina á mér í svörtu, síðu, hnepptu hettu peysunni, að borða kleinuhring og að ég sé í gallajakkanum með bláa trefilinn!! :) Ohhh...

Annars er kominn miðvikudagur = styttist óðum í helgina. Ótrúlegt hvað vikurnar eru fljótar að líða. Það er rétt kominn mánudagur og svo er bara allt í einu helgi :) Skil ekki hvað verður um dagana þarna á milli.

Ég er komin í þvílíka jólaskapið... heyrði jólalög á sunnudeginum á Stjörnunni 94,3!! Bara æðislegt :) útvarpið er því fast á þessarri stöð. Er búin að vera að undirbúa hitt og þetta og er nú að fara að byrja á jólakortunum fyrir mömmu. Þarf svo að fara niður í geymslu að skoða jóladótið mitt :) (eins og það hafi eitthvað breyst síðan síðustu jól... en maður veit aldrei :)) Svo fer nú að koma tími á seríurnar... ætla samt að reyna að bíða aðeins lengur. Fínt að setja þær upp eftir ca. tvær vikur eða svo!! Veit ekki alveg hvað Heimir segir við því... væri verra ef hann flytti út!! =)

Sálarballið á laugardeginum var auðvitað frábært!! Fórum ekki á föstud. þannig að það var bara tekið vel á því á laugard. Mikið dansað og mikið drukkið :) Svo eru þeir á Players 19. nóv þannig að það er aldrei að vita hvað maður gerir þá =)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home