þriðjudagur, desember 14, 2004

10 dagar til jóla :)

Já takk fyrir, ótrúlegt hvað þetta líður. Get ekki beðið, það verður yndislegt að komast heim og í frí, JÁ FRÍ = ekki að vinna í apótekinu :) Ætla að hafa það alveg svakalega gott, sofa, borða og lesa jólabækurnar :)
En það var jólahlaðborð hér í vinnunni á föstudaginn, mikið stuð og rosalega góður matur. Við skötuhjú fórum svo út að borða á laugardag á Humarhúsið, æðislega gott. Við vorum nú samt sammála að Hafið bláa væri betra, þannig að það verður á dagskrá eftir áramót :) Mæli með þeim stað, hann er æði!! Ummm... Ohhh nú langar mig í humar...



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home