miðvikudagur, desember 01, 2004

JÓLASERÍUR

Þar sem ég er nú mikil áhugamanneskja um jólin og jólaseríur :) elska ég að taka rúnt og skoða jólaskreytingar og svoleiðis í gluggum hjá fólki. (Keyri samt bara framhjá - ég ligg ekki á gluggunum). En það er ofar mínum skilningi þegar fólk virðist bara "henda" jólaseríunum í gluggana!! Sumstaðar er eins og seríunum sé bara sveiflað og svo sleppt, og þær eru bara látnar hanga eins og þær lenda. Þetta er eitthvað sem ég ekki skil. Þegar ég set upp seríu þá er það með hjálp reglustrikunnar, svo að bilið sé nú nákvæmlega jafnt á milli ljósanna og læt allar perur snúa alveg eins. Ekki nokkrar á ská eða hlið... heldur allar beinar!! Ég held að ef ég myndi "henda" þeim svona upp þá myndi ég ekki geta sofið, ég sver það! Svo pirrar það mig líka þegar perurnar eru farnar og fólk er ekkert að skipta þeim út! Enda alltaf þegar ég fer úr íbúðinni á morgnanna þá tékka ég á öllum seríum, hvort sogskálarnar hangi ekki örugglega þar sem þær eiga að hanga og hvort það sé nokkuð pera farin einhvers staðar =)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home