mánudagur, desember 20, 2004

Ohhh, ég á svo hryllilega erfitt að með að fara fram úr rúminu þessa dagana að það hálfa væri nóg!! Þegar ég er loksins búin að koma mér í sturtu, þá stekk ég aftur upp í rúm og undir heita sængina, og þá ætla ég aldrei að koma mér aftur af stað! Get bara ekki beðið eftir að geta sofið út á Aðfangadag og svo alla vikuna á eftir :)
Jæja við Sigurlaug ætlum að gera atlögu að Smáralindinni eftir vinnu í dag. Og það skal vera í síðasta sinn fyrir jól! Er búin að skrifa niður á miða nákvæmlega hvað það er sem mig vantar og þá ættum við að getað verið þokkalega fljótar að þessu. Aldrei að vita nema við endum svo ferðina bara á TGF :) Finnst það nú svona frekar líklegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home