laugardagur, janúar 15, 2005

IDOL

Jæja, þá er ég alveg dottin inn í Idolið. Fannst nefnilega allir hinir þættirnir á undan búnir að vera leiðinlegir, áheyrendaprufurnar og allt það, ekkert gaman að fylgjast með þessu. En nú er komið eitthvað fútt í þetta :) byrjað í alvöru!!
Ég var nokkuð sátt við úrslitin í gær, eða þannig, hefði hún ekki dottið út núna hefði það gerst í næsta þætti. En sú sem mér fannst að hefði átt að detta út var Brynja!! Þetta var alveg glatað hjá henni greyinu. Mér er alveg sama þótt hún hafi verið með kvef og hálsbólgu, ég meina so be it!! En ég þori að veðja að þetta verði svona álíka með hana og með Önnu Katrínu... hún á eftir að komast áfram sama hvernig hún stendur sig! Fúlt!!! En þeir félagar, Simmi og Jói fá góða einkunn frá mér, finnst þeir alveg frábærir :)

Ég fékk Kleifarvatn í jólagjöf en er ekki alveg nógu ánægð með hana. Er hálfnuð en er búin að leggja hana til hliðar í bili. Næ ekki almennilegu sambandi við hana og finnst leiðinlegt þegar hann er að tala um eitthvað sem gerðist í Leipzig árið 1700 og súrkál. En ég er samt ekki búin að gefast upp á henni... neinei ég mun klára hana að lokum! Nú er ég hinsvegar að lesa bókaflokkinn Dætur lífsins. Þetta eru bækur sem ég las þegar ég var ca. 16 ára, þá keypti ég þær upp í bók nr. 13, en las samt ekki nema ca. 8. Síðan fór ég í bókasafnið um daginn og sá alla seríuna, þannig að ég skellti mér bara í það að lesa þær. Rosalega skemmtilegar :)

Heimir er að vinna og ég nenni bókstaflega ekki að gera neitt!! Ætlaði einmitt að vera svo dugleg um helgina að þrífa og jafnvel að skella í eina skúffuköku eða svo. En dagurinn er reyndar ekki búinn og ekki helgin heldur!
En best að reyna að hrista smá lífi í sig :0)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home