fimmtudagur, janúar 06, 2005

Jæja nú jæja

Þá er ég komin aftur eftir aldeilis gott frí. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Árið 2005 gengið í garð og það leggst bara nokkuð vel í mig, veit að í mínu lífi á margt eftir að gerast og breytast á þessu ári eins og sjálfsagt hjá mörgum öðrum.
Við komum suður síðasta sunnudag eftir guðdómlegan tíma heima í Neskaupstað hjá mömmu og pabba. Hef bara sjaldan haft það jafn rosalega gott, enda gerði ég ósköp lítið annað en að sofa, borða og lesa :) gott mál!
Þrettándinn í dag og ég er ekki sátt við að taka niður jólaskrautið!! Eins og mér finnst gaman að skreyta allt í nóvember þá finn ég alltaf til söknuðar þegar ég tek seríurnar niður, nú verður allt svo dimmt eitthvað. En ég kann ráð við því, ég mun bara bæta við fleiri seríum í húsið!!
En það er kominn matartími... Læt þetta duga í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home