mánudagur, febrúar 07, 2005

Bolla - bolla

Já Bolludagurinn í dag og ég er búin að borða eina bollu sem ég fékk hérna í vinnunni. Mjög góð en það er nú meiri rjóminn sem settur er á þessar bakarísbollur, jakk!! Mokaði alveg slatta úr bollunni og það var sko rjómi sem hefði dugað á 2 í viðbót fyrir mig... ojbarasta!
Jæja það er Ítalía í kvöld með þeim systrum... ummm hlakka til :) kvíði þó að vakna á morgun angandi af hvítlauk!! Veit fátt verra... ííjjj! Enda borða ég nú ekki oft hvítlauk út af þessu! En ég bara get ekki sleppt forréttinum, pönnusteiktir sveppir með hvítlauk, steinselju og brauði. Ohh æði!! =)
Mamma er að koma á fimmtudaginn, hlakka mikið til að fá hana. Svo er árshátíðin hjá okkur núna á laugardaginn á Hótel Selfoss, ætlum að vísu ekki að gista þannig að þetta verður bara rúntur fram og tilbaka :)
En jæja borðið ekki yfir ykkur af bollum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home