þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Gærkvöldið

var svona líka skemmtilegt, alltaf svo gaman að hitta þær systur. Maturinn var auðvitað algjört æði... og ekki bara minn, líka maturinn hennar Júlíu :) Mjög gott! Júlía Rós færði mér bókina Barn að eilífu eftir Sigmund Erni, að gjöf frá honum Hermanni!! Takk elsku Hermann minn, er þegar byrjuð að lesa hana :) örugglega rosalega góð bók.
Annars er ég nú bara í einhverjum jólafíling þessa stundina. Áðan kom snjókoma og það voru svona þung snjókorn sem féllu hægt til jarðar og ekki alveg orðið bjart úti... ohh æðislegt. Enda ég meina það eru nú ekki nema rétt 10 mánuðir þangað til jóla þannig að manni má nú alveg fara að hlakka aðeins til :) Reyndar er nú margt sem á eftir að gerast í millitíðinni sem manni hlakkar líka til þannig að tíminn sjálfsagt þýtur áfram og áður en maður veit af er komið 2006!!

En nýjustu fréttir: Sigurlaug og Bjössi eignuðust lítinn strák í gærkvöldi, til lukku elskurnar :) Vona að þeim heilsist sem best!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home