fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Helgin framundan, unaðsleg tilhugsun að getað lúllað sér frameftir! Og svo er auðvitað Idolið á morgun. Ég er svo spennt að það hálfa væri nóg, spurning hver dettur út. Einhvern veginn held ég að nú sé kominn tími á Ylfu, en það er þó aldrei að vita. Guð... ég er svo spennt :) Og svo loksins byrjar Joey... eins og ég er nú búin að bíða eftir þeim þætti!
En við stelpurnar úr árgangi '77 hittumst í gærkvöldi heima hjá Sigrúnu. Voðalega gaman, mikið talað og mikið etið! Var gjörsamlega á blístrinu eftir allt átið! Hlakka strax orðið til næsta hittings :)
Jæja ég ætla að koma mér í rúmið og lesa mig í svefn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home