miðvikudagur, febrúar 23, 2005

I can see...

Já nú sé ég sko yfir í Viðey :) Hrópaði alveg upp í morgun þegar ég dró frá glugganum og sjórinn og Esjan blöstu við, maður hefur bara ekki séð glóru síðan um helgina!!
Fórum í gær og völdum flísarnar á anddyrið, svakalega fínar :) ég vildi bara að við værum að fá íbúðina á morgun, get bara ekki beðið í 4 mánuði eða meira!! En það er svona þegar maður er spenntur og vill helst að hlutirnir gerist á no time :)

Annars er Heimir búinn að selja mína fínu fartölvu!! Já takk, ég bíð bara eftir að hann selji mig!! :) En málið er að hann á fartölvu og svaka fína heimilistölvu þannig að við höfum eiginlega ekkert að gera við þrjár tölvur á heimilinu. Fékk líka gott verð fyrir hana þannig að ég tapaði nú ekki mikið á henni.
Jæja nú ætla ég að fara að fá mér nýtt brauð með kæfu og ííííssskalda mjólk :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home