föstudagur, febrúar 25, 2005

IDOL

Vitið þið að ég er í alvörunni farin að halda að hann Davíð Smári vinni þetta!! Ég get svo svarið það, mér finnst einhvern veginn ekkert vera á hreinu í þessarri keppni.
Mér fannst dómararnir ekki alveg vera samkvæmir sjálfum sér í kvöld, nema Bubbi. Einar Bárða kom skemmtilega á óvart, mér fannst svo asnalegt að hann ætti að vera þarna sem gestadómari, en hann stóð sig bara vel. Fannst þau samt alveg vera búin að ákveða að Lísa ætti að detta út... sem hún sennilega gerir. Ég kaus allavegna þau þrjú, alla nema Heiðu. Vil hana út! Er eiginlega viss um að hún vinnur þetta ekki, það verða annað hvort Hildur Vala eða Davíð Smári. Fyndið hvað þetta hefur breyst frá byrjun þáttanna, þá voru allir með það á hreinu (meira að segja ég) að Heiða myndi vinna þetta. En svona er þetta :)
Spennan magnast... - Úrslitin!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home