Jahérna hér ég gleymi nú bara aðal viðburði helgarinnar en við skötuhjú fórum í leiðangur á laugardaginn og keyptum nýtt húsgagn í stofuna :) Já við keyptum okkur þennan líka himneska lazy-boy! Hann er alveg draumur... úr microfiber efni, mjúkur og svona fluffy að maður sekkur alveg ofan í hann. Ahhh yndislegur! Og hann er ekki með svona risa stöng á hliðinni til að skella honum út, heldur er bara svona lítið handfang sem maður tosar í! Bara brilljant! Það versta er að það liggur við slagsmálum á kvöldin yfir því hver eigi að sitja í honum og aldrei að vita nema að þetta endi bara með skilnaði!! :) Nei ætli það... En ég var nú samt ekkert alveg á því að kaupa hann því hann kæmist ekki fyrir inni í íbúð, en hann tekur sig bara nokkuð vel út þarna verð ég að segja =)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home