sunnudagur, febrúar 20, 2005

Konudagurinn

er í dag, til hamingju með daginn ladys :) Ég er búin að hafa það voða notalegt, EIN heima að vísu, þar sem Heimir fór á Snæfellsnesið. En í staðinn færum við daginn bara um eina viku og höfum hann næstu helgi :) aldrei að vita nema að mér takist þá að fá það í gegn að rúlla í Bláa lónið! Og þá er ég bara nokkuð sátt!

Annars er það í fréttum að við vorum að kaupa okkur nýja íbúð :) jamm, skrifuðum undir á föstudaginn og erum alveg í skýjunum!! Nú flytur maður héðan af Nesinu upp í Grafarvog. Fáum afhent í júní-júlí með gólfefnum og alveg tilbúna. Við komum það snemma inn í byggingarferlið að við náðum að breyta henni aðeins eins og við viljum hafa hana, bæta við herbergi og fleira. Á föstudaginn kíktum við svo uppeftir og þá var búið að gera aukaherbergið og færa til vegg í eldhúsinu eins og við vildum, svaka flott :) Íbúðin er því 4 herbergja, 3 svefnherbergi. Guð, við erum svo spennt... :) Ég hlakka líka svo til að fá mitt eigið þvottahús og svo finnst mér svo svakalega fínt að vera núna með anddyri, því það er sérinngangur inn í íbúðina. Ohhh þetta verður svo gaman!! =) Erum búin að velja flísarnar á baðherbergið, parketið og lit á innréttingum, og í vikunni á svo að velja flísarnar á anddyrið.

En já við ákváðum að bæta við 3 herberginu í íbúðina, þar sem nú er erfingi á leiðinni :) væntanlegur í heiminn 3. ágúst!! (Sem sagt komin 4 mánuði á leið.) Held að flestir viti þetta, þannig að mér fannst í lagi að skella þessu hérna á netið núna. Það má því segja að það séu mjög spennandi tímar framundan hér hjá okkur :) Ohh svo gaman!!
Nú ég er auðvitað á fullu að prjóna... og í þetta skiptið handa SJÁLFRI mér!! Er að gera hvítt teppi þessa stundina en ætlunin er að fá að vita hvort kynið barnið er, svo ég geti nú prjónað í réttum litum :) það er auðvitað algjört möst!! Förum í 20 vikna sónar í mars, þannig að nú er bara að vona að barnið sýni það sem við viljum sjá!! =)

Þá er komið nóg af fréttum í bili... ætla að fara upp í rúm að lesa og halda áfram að hafa það nice... EIN :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home